Hvaða staðlar eiga við?

Faggildingaráætlun fjallar um faggildingu á tilteknu fagsviði. Faggilding er mat á hæfni til að vinna tiltekin verk og það sem skilgreinir faggildingaráætlun er staðallinn sem hæfnismatið miðast við ásamt sérkröfum fyrir fagsviðið sem um ræðir. Sérkröfur á tilteknu fagsviði koma fram í lögum, reglugerðum, stöðlum og öðrum kröfuskjölum.

Staðlar sem fjalla um samræmismat eru:

ÍST EN ISO/IEC 17020       Almennar reglur um starfsemi skoðunarstofa af ýmsum gerðum

ÍST EN ISO/IEC 17021       Almennar kröfur vegna stofnanna sem meta og votta stjórnunarkerfi

ÍST EN ISO/IEC 17024       Samræmismat - Almennar kröfur vegna stofnana sem votta hæfni starfsfólk

ÍST EN ISO/IEC 17025       Almennar kröfur um hæfni prófunar- og kvörðunarstofa

ÍST EN ISO 15189              Prófunarstofur í læknisfræði - Sérstakar kröfur um gæði og hæfni

ÍST EN 45011                      Almennar kröfur vegna aðila sem reka vöruvottunarkerfi

 

ISAC / Faggildingarsvið Einkaleyfastofunnar starfar eftir staðlinum ÍST EN ISO/IEC 17011 Samræmismat - Almennar kröfur vegna faggildingarstofa sem faggilda samræmismatsstofur.