Samskipti við fyrirtæki

Það er til bóta, ef þið hyggist skipta með árangri við fyrirtæki sem hafa áhuga á hugmynd ykkar, að átta sig á eftir hverju fyrirtæki eru að slægjast í hugmyndum að nýjum vörum.

Draumauppfinning þeirra er sú sem gefur þeim ævintýralegan gróða með engri áhættu. Þau vita að slíkar uppfinningar finnast varla, en þau sækjast án efa eftir hugmyndum með eins fáum kostnaðar- og áhættuþáttum og mögulegt er. Engar líkur er á því að fyrirtæki skoði uppfinningu ykkar og segi: „Þetta er svo frábært að við verðum að taka það að okkur, hvað sem það kostar!“

Þau munu óska svara við nokkrum lykilspurningum áður en þau veðja nokkru af aðföngum sínum á uppfinningar. Meðal þeirra eru:

Varan

 • Fellur hún að langtímaviðskiptaáætlun okkar?
 • Hversu mikil vöruþróun er enn óunnin?
 • Er hægt að halda niðri kostnaði við framleiðslu hennar?

Markaðurinn

 • Hversu margar einingar getum við selt?
 • Hversu mikinn markaðsávinning mun hún gefa okkur?
 • Hvað mun það kosta okkur að komast inn á markaðinn?

Hugverkaréttindin

 • Hversu verðmæt eru hugverkaréttindin?
 • Hversu traust eru hugverkaréttindin?

Kostnaðurinn

 • Hvernig verður allt verkefnið fjármagnað?
 • Er umtalsverð hætta á að kostnaðurinn verði viðskiptunum ofviða?

Áhætta

 • Hversu fljótt fer varan að skila hagnaði?
 • Hversu lengi getur hún skilað þeim hagnaði?
 • Hvað ef við segjum nei en samkeppnisaðili já?

Meðal fleiri atriða, sem uppfinningamenn ættu að hugleiða, eru þessi:

 • Þegar fyrirtæki hafnar hugmynd þýðir það ekki endilega að fyrirtækið telji hugmynd ykkar vonlausa. Það þýðir að hún hentar ekki þessu tiltekna fyrirtæki.
 • Ekki gera ráð fyrir að fyrirtæki geri aldrei skyssur. Kannski hafa þau tiltölulega litla reynslu af nýsköpun, ekki síst smærri fyrirtæki.
 • Þess vegna skylduð þið íhuga að bjóða fyrirtækinu ykkar eigin þekkingu eða aðföng, ef ske kynni að það vildi þá heldur kaupa af ykkur nytjaleyfi fyrir uppfinninguna.